top of page

Sterar

Í crossfit eins og í flest öðrum íþróttum, er bannað að nota efni sem geta hjálpað líkamanum að ná meiri árangri en aðrir á ónáttúrulegan hátt. Meðal annars eru þau amfetamín, betablokkarar og vaxtarhormón en það algengasta sem fólk notar eru sterar.
Margir miskilja steranotkun í crossfit en það er stranglega bannað að nota stera ef þú ætlar að keppa. Gott dæmi um refsingu er þegar tveir menn tóku þátt á Íslandsmeistaramóti crossfit 2016 og náðu fyrstu tveimur sætunum. Þeir voru sendir í lyfjapróf og kom þá í ljós að þeir voru á sterum. Þeim var svipt verlaunasætunum og mega ekki taka þátt á neinum crossfit mótum sem Crossfit Samband Íslands heldur í tvö ár.
En hvað eru sterar og hvernig virka þeir? Sterar eru testósteróni sem eru karlmannshormón. Það tekur karlmannslíkaman styttri tíma að byggja upp vöðva svo fleiri karlmannshormón við annan karlmann eða kvennmann ætti að gera magnaða hluti. Þegar þú hefur tekið sterana virka þeir eins og töfrar. Vöðvarnir fara að stækka, þú verður hraðari og verður í raun betri en aðrir á ónáttúrulegan hátt.
Hægt er að taka stera inn með sprautum eða pillum. Það er ekki erfitt að nálgast sér þetta á netinu sem dæmi. Skammtarnir sem íþróttamenn nota eru yfirdrifið stórir og stundum 100 sinnum stærri en læknar nota á sjúklinga sem þurfa stera í þeim tilgangi að byggja upp vefi sem hafa fallið vegna veikinda eða slysa.
Þó að sterar virðast vera frábærir þá fylgja þeim þó margar aukaverkanir eins og skapsveiflur, sjálfsmorðhugleiðingar, hárlos og ýmsir alvarlegir sjúkdómar eins og heilablóðfall, og svo auðvitað að vera svipt verðlaunasæti.

bottom of page