top of page

Crossfit á Íslandi

Það má segja að Annie Mist Þórirsdóttir byrjaði þessa crossfitbylgju þegar hún hóf crossfit feril sinn árið 2009 og ári seinna hreppti hún annað sæti á heimsleikunum 2010. 
Crossfit samband Íslands var ekki stofnað fyrr en 2013 en til voru crossfit stöðvar fyrir það. Ein af elstu stöðvunum, Crossfit Sport var stofnuð 2008.

Það er enginn vafi um að okkar fremsta íþróttafólk er í crossfit. Fremstu Íslendingarnir eru Þuríður Erla Helgadóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Annie mist Þórirsdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir

Þuríður Erla Helgadóttir 

Þuríður Erla Helgadóttir er betur þekkt sem Thuri Helgadóttir. Thuri æfði sem barn fótbolta en fór svo að æfa frjálsar íþróttir og þá aðalega 400-800m hlaup. Thuri fór að æfa crossfit hjá Crossfit Sport árið 2010. Ári seinna, árið 2011 fór keppnisferill hennar í gang og fór hún í undankeppni fyrir heimsleikana með liði. Liðið hennar lenti þar í 1. sæti og fengu þau því sæti á heimsleikunum. Síðan þá hefur Þuríður farið tvisar á heimsleikana bæði sem einstaklingur og í liði. Þuríður lenti í 8. sæti í open í ár. Einnig stundar hún ólympískar lyftingar og á hún 2 Íslandsmet í -63 þyngdarflokknum, 77 kg í snörun/snatch og 106 kg í jafnhendingu/clean&jerk.

 

 

 

 

 

 

Björgvin Karl Guðmundsson

Björgvin ólst upp í Hveragerði og æfði þar fimleika og fótbolta. Björgvin fór að æfa crossfit hjá Crossfit Hengli snemma á árinu 2012 og náði fljótt árangri og varð annar á Íslandsmótinu sem var haldið haustið 2012. Besti árangur Björgvins er þegar hann kom öllum á óvart og lenti í 3. sæti á heimsleikunum 2015. Björgvin lenti í 4.sæti í open í ár og stundar líka ólympískar lyftingar af miklu kappi og er einn af þeim fremstu á Íslandi í því.

 

Annie Mist Þórisdóttir

Crossfit drottningin Annie Mist spreytti sig í fimleikum, ballet og hástökki á yngri árum. Annie byrjaði að æfa crossfit árið 2009 og aðeins ári seinna, árið 2010 varð hún í 2. sæti á heimsleikunum. Síðan þá hefur Annie unnið heimsleikana tvisvar og var hún fyrsta konan til þess að afreka það. Annie mist endaði í 7. sæti í open í ár.
Hún er einnig meðeigandi Crossfit Reykjavíkur og þar æfir hún og þjálfar þegar hún er á Íslandi.

 

 

Katrín Tanja Davíðsdóttir

Katrín æfði fimleika í langan tíma og frjálsar íþróttir. Hún byrjaði að æfa crossfit 18 ára gömul árið 2011 í Crossfit Reykjavík. Katrín komst á heimsleikana 2014 og endaði í síðasta sæti en það sýndi henni hversu mikið hana langaði til þess að vinna. 2015 komst Katrín aftur á heimsleikana og hafnaði í 1. sæti og aftur svo 2016. Katrín flutti til Bandaríkjanna og æfir hjá CrossFit New England. Katrín náði 10 sæti í open í ár og er henni spáð góðu gengi á heimsleikunum.

 

 

 

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir 

Ragheiður Sara Sigmundsdóttir betur þekkt sem Sara Sigmundsdóttir hefur engan sérstakan íþróttabakgrunn. Sara prufaði Bootcamp og var eina stelpan sem gat gert armbeygjur á tánum og áttaði sig þá á því að hún var sterk. Sara byrjaði að stunda crossfit 2013 en hafði þó tekið þátt í þrekmótaröðinni 2012 og lenti þar í 2.sæti. Sara tók þátt í erlendum mótum og var alltaf mjög framarlega þar og sá hún þar að hún ætti möguleika á að komast inn á heimsleikana. Sara hefur farið tvisvar sinnum á heimsleikana og hefur alltaf náð frábærum árangri, 3.sæti, 2015 og 2016. Sara náði 1. sæti í open og deilur eru um hvort Sara eða Katrín vinni heimsleikana 2017. Ragnheiður Sara var fyrsta íslenska konan til þess að snara 91kg og á hún einnig Íslandsmet í clean and jerk, 110kg.

bottom of page