top of page

Crossfit Games

  • Crossfit games eru heimsleikarnir í crossfit. Þeir skiptast í þrjá parta: Open, Regionals og Games.

  • Open er opið mót þar sem allir14 ára og eldri geta tekið þátt, án þess að vera skráður í neina crossfitstöð. Í Open eru fimm wod (Workout Of the Day) einu sinni í viku í fimm vikur. Top 10 úr hverju fylki fara á Regional. Öllum heiminum er skipt í 17 ‘‘fylki‘‘. Regionals er þriggja daga keppni og keppendur verða að vera tilbúnir fyrir hvað sem er. Þrjár efstu konurnar og þrír efstu karlarnir fara svo á Games. Þar er leitað af ‘‘fittest on earth‘‘. Ísland hefur átt virkilega sterka keppendur sem hafa síðast liðin ár hafnað ofarlega og meðal annars unnið til fyrstu verðlauna. Crossfit games er án efa uppskeruhátið crossfit iðkenda og er haldið vel uppá það.

  • Það er einnig hægt að keppa sem lið. Það eru sex saman í liði, þrjár konur og þrír karlmenn sem lið.. Hver og einn tekur Open wod og liðið sem er með bestu tímana samanlagt komast áfram á Regionals og svo bestu þar komast á Games, eins og í einstaklingskeppninni.

bottom of page