top of page

Crossfit 

Það er engin auðveld leið til þess að segja hvað crossfit er.  Crossfit samanstendur af nokkrum íþóttum.
Greg Glassman var íþróttamaður mikill og áttaði hann sig á því að ef hann myndi byrja að lyfta lóðum þá gæti hann orðið sterkari og aflmeiri en aðrir.
Árið 1995 stofnaði Greg líkamsrætkastöð á lögreglustöðinni Santa Cruz og var ráðinn sama ár til þess að þjálfa. Hann var einkaþjálfari en varð snarlega uppbókaður og þá fór hann að þjálfa nokkra í einu. Fólkinu fannst frábært að hafa æfingafélaga í ræktinni og Greg kunni virkilega að meta þetta samfélag.
Þar spratt út sú hugmynd að stofna stóra líkamsrækt þar sem fólk gat komið og æft saman, sem og crossfit en crossfit varð ekki fromlega til fyrr en árið 2000 og er þetta því frekar ný íþrótt. Þá opnaði Greg Glassman ásamt Lauren Jenai fyrstu crossfit stöðina, Crossfit North í Seattle. 5 árum seinna, árið 2005 voru aðeins 13 meðlimir en 2012 stækkaði þessi tala og á 7 árum fór hún frá 13 uppí 3,400.
Crossfit leggur áherslu á úthald, styrk, liðleika, afl, hraða, samhæfingu, snerpu, jafnvægi og nákvæmni. Fyrir eina íþrótt er þetta mikið enda mjög krefjandi og maður lærir alltaf eitthvað nýtt um sjálfan sig á hverri æfingu.


 

Í töflunni fyrir ofan fengum við gefnar tölur á mismun milli Crossfit æfingu og hefðbundni rækt. Útfrá þeim tölum reiknuðum við út að miðað við að í Crossfit séu brenndar 13 kaloríur á mínútu þá gerir það 780 kaloríur á hefðbundni 60 mínútna æfingu. Miðað við 10 kaloríur brenndar á mínútu í rækt þá gerir það 600 kaloríur á hefðbundni æfingu. Þar sjáum við að í Crossfit eru brenndar að meðaltali 180 fleiri kaloríur á 60 mínútna æfingu sem er um 30% fleiri kaloríur.

Hér eru tölur um fjölda iðkenda í heiminum og fjöldi stöðva. Útfrá því að Crossfit iðkendur eru 50% karlar og 50% konur þá eru 2 milljónir karla og 2 milljónir kvenna í Crossfit í heiminum. Í 13.000 stöðvum eru að meðaltali 308 að æfa í hverri stöð og við miðum þá við að ef 15 stöðvar eru á Íslandi eru u.þ.b 4620 iðkendur á Íslandi að meðaltali. Konur á Íslandi í Crossfit eru um 0.12% af heildarfjölda kvenna í Crossfit í heiminum. Ef allir væru jafnir þá væru 0.12% líkur á að Íslensk kona vinni heimsleikana. Sem dæmi þá hafa Íslenskar konur unnið 2 ár í röð og miðað við líkur á að Íslensk kona vinni einu sinni þá gerir það 0,0144% líkur á að Íslensk kona vinni 2 ár í röð.

bottom of page