top of page

Mataræði

Mataræði er mjög mikilvægt fyrir alla, hvort sem þeir stunda íþróttir eða ekki. Til að ná sem mestum árangri þarf jafnvægi á milli hreyfingu og mataræðis. Hollt mataræði þarf ekki að fara út í öfgar, best er að fara varlega í sykurneyslu og skyndibita en það er í lagi að hafa sem dæmi einn nammidag í viku eða hvernig sem fólk kýs að hafa það.                                                                          

Crossfitarar hugsa mikið um mataræði og er mikilvægt að fá nóg af próteini úr fæðunni. Misjafnt er hvort fólk sé að stefna á að létta sig eða þyngja sig og fara þeir þá eftir misjöfnum matarvenjum.

 

Macro Diet

Macro Diet er mataræði sem hefur reynst crossfit iðkendum vel. Macro Diet virkar þannig að þú   borðar,gróflega reiknað, 50% kaloríur, 30% prótein og 20% fita.                                                                      
Það má líkja Marco Diet við mataræðið sem hellisbúar voru á, á fornöld. Þar borðuðu menn engar unnar kjötvörur. Með þessu mataræði nærðu að safna vöðvum á styttri tíma og verður orkumeiri.

Paleo Diet

Paleo Diet er hægt að líkja við mataræðið sem hellisbúarnir voru á, líkt og Macro Diet er. Paleo leggur áherslu á óunnar kjötvörur, grænmet og ávexti, holla fitu, hnetur og fræ. Paleo mælir með að forðast unnin kjötvæli, korn, sykur, síróp, sykraða drykki, sælgæti, transfitu, flestar mjólkurvörur og jurtaolíur.

bottom of page